Hjálp

Hér getur þú fundið leiðbeiningar um hvernig á að nýta þjónustuna okkar, hvernig þú getur bókað ferðir, virkjað afslátt og aðrar upplýsingar. Við bjóðum upp á skýrar og auðveldar leiðbeiningar sem leiða þig í gegnum hvert skref þannig að þú getur nýtt þér alla þá möguleika sem eru í boði. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarft frekari aðstoð, þá erum við alltaf tilbúin að hjálpa!

  • Skref 1 - Velja ferð

    Fyrst og fremst þarftu að velja þá ferð sem þú ætlar að bóka, 1 fullorðinn kemur sjálfkrafa. Ef um er að ræða eldriborgara/öryrkja, ungling eða barn þá þarf að fara inn í dálkinn og breyta farþegaskipan - ýta síðan á "Bóka ferð".

    Skref 1
  • Skref 2 - Ferðaupplýsingar

    Hér getur þú valið brottför, smelltu í kassann með þeim brottfarartíma sem þú ætlar að fara – í samantektarglugga kemur valið fram – ýttu á "Áfram".

    Skref 2
  • Skref 3 - Farartæki

    (Valfrjálst: Þú getur farið í skref 4 ef þú ætlar ekki að bóka farartæki)

    Þá er komið að því að bóka farartæki.

    Skref 3 - Bílar 1
    • Þegar valið er já birtist eftirfarandi gluggi og velur þú það farartæki sem þú ert með og vistar – ef þú ert með 2 eða fleiri bíla eða tengivagn þá er ýtt á plúsinn.

      Skref 3 - Bílar 2
    • Ef bíllinn er breiðari en 2 metrar og/eða lengri en 5m þarf að skrá það í aukaupplýsingar og vista.

      Skref 3 - Bílar 3
  • Skref 4 - Farþegaupplýsingar

    Ertu með lögheimili á Vestfjörðum? Smelltu hér til að sjá hvernig þú getur virkað afslátt.

    Stimplaðu inn upplýsingar og gangið í skugga um að allt sé rétt - ýttu síðan á áfram til fara á næstu síðu.

    Skref 4 - Farþegaupplýsingar
  • Skref 5 - Samantekt

    Hér getur þú farið yfir og gengið í skugga um að allt sé rétt - ef allt er rétt getur þú haldið áfram á greiðslusíðuna.

    Skref 5 - Samantekt

    Neðst á síðunni þarf síðan að samþykkja skilmála Sæferða og ýta á áfram og þá birtist greiðslusíðan.

    Skref 5 - Samantekt
  • Skref 6 - Miðar

    Þegar búið er að greiða fyrir ferðina munu miðarnir koma til þín í tölvupóst. Miðarnir munu berast í tölvupóstinn sem var settur inn í Skref 4 - Farþegaupplýsingar.

    Skref 5 - Samantekt

ATUGIÐ: Þetta er einungis fyrir íbúa á Vestfjörðum

  • Ef þú ert íbúi á Vestfjörðum vertu viss um að setja inn rétt póstnúmer. Póstnúmerið þitt þarf að vera á Vestfjörðum. Þegar farþegaupplýsingarnar eru allar í lagi getur þú haldið áfram á næstu síðu.

    Vestfjarðarafsláttur 1
  • Þegar þú kemur inn á samantekt kemur gluggi efst þar sem hægt er að virkja íbúaafslátt fyrir Vestfirðinga. Núna þarf að staðfesta lögheimili með rafrænu skilríki.

    Vestfjarðarafsláttur 2
  • Þú getur auðkennt þig til að staðfesta lögheimili með rafrænu skilríki eða auðkenni, einfaldlega stimplaðu bara inn símanúmerið þitt - ýttu síðan á "Staðfesta".

    • Rafrænt skilríki: þarftu að stimpla inn símanúmer

    • Auðkenni: þarftu að stimpla inn kennitölu

    Vestfjarðarafsláttur 3
  • Þegar búið er að staðfesta lögheimili mun afslátturinn virkjast. Afsláttur kemur síðan fram í samantektarglugga.

    Vestfjarðarafsláttur 4
  • Neðst á síðunni þarf síðan að samþykkja skilmála Sæferða og ýta á áfram og þá birtist greiðslusíðan.

    Vestfjarðarafsláttur 4
  • Þegar greiðsla hefur farið fram koma miðarnir í það netfang sem gefið var upp í farþegaupplýsingum.

    Vestfjarðarafsláttur 4