Skilmálar - Stefnur

STEFNA UM VAFRAKÖKUR

Nánar má lesa um stefnu Sæferða hér.

persónuverndarstefnaPersónuverndarstefna - Viðskiptavinir

MANNAUÐSSTEFNAVið metum starfsfólk okkar mikils og höfum mannréttindi og heilbrigt starfsumhverfi að leiðarljósi. Við áttum okkur á fjölbreytni mannauðsins og gerum okkar besta til að veita einstaklingnum frelsi til að nýta áhugasvið sitt og krafta sem best. Sem dótturfélag Eimskips lýtur starfsemi okkar og dótturfélaga stefnu Eimskips í mannauðsmálum. Nánar má lesa mannauðsstefnu Eimskips hér.

SIÐAREGLURSem dótturfélag Eimskips lýtur starfsemi okkar siðareglum Eimskips sem snúa að heiðarleika, ábyrgð og góðu siðferði í starfi. 

Eimskip Ísland ehf., kt. 421104-3520, Korngörðum 2, 104 Reykjavík.

 

BÓKUNARSKILMÁLAR sæferðaBókunarskilmálarÞetta skjal inniheldur bókunarskilmála sem í gildi eru þegar bókað er í gegnum vef Sæferða. Þessir samningar gilda fyrir bæði kaupendur og Sæferðir ehf. Þegar bókað er í gegnum vef Sæferða er nauðsynlegt að samþykkja þessa skilmála til þess að klára bókun. Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband við Sæferðir: seatours@seatours.is eða í síma 433-2254.

Rísi mál út af þessum samningi skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 


Breytingar á bókunum

Breytingar á bókunum yfir á aðra tíma- eða dagsetningu eru leyfðar allt að 24 klukkustundum fyrir brottför án auka kostnaðar.
Breytingar á bókunum sem gerðar eru með minna en 24 klukkustunda fyrirvara fela í sér 3.000 króna breytingagjald.


Afbókunarskilmálar

Afbókun sem gerð er með meira en 24 klukkustunda fyrirvara felur í sér 5% afbókunargjald.
Afbókun sem gerð er með minna en 6-24 klukkustunda fyrirvara felur í sér 50% endurgreiðslu. Afbókun minna en 5 klukkustunda fyrirvara felur í sér enga endurgreiðlsu.  

Persónuupplýsingar
Allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp eru trúnaðarmál og eru þær einungis notaðar í bókunarkerfi Sæferða og hafðar til hliðsjónar ef af einhverjum ástæðum nauðsynlegt er að hafa samband við viðkomandi. Þessar upplýsingar eru algjört trúnaðarmál og fara Sæferðir með þær sem slíkar.

Bókanir
Um leið og kaupandinn hefur lokið við kaup á miðum mun hann fá sent bókunarform með öllum upplýsingum um ferðina. Nauðsynlegt er að prenta þetta blað út og hafa meðferðis þegar miðar eru sóttir til sönnunar um að miðar hafi verið pantaðir á netinu og að greitt hafi verið fyrir þá.


Á bókunarforminu kemur fram nákvæmlega hvað pantað var og heildarupphæð sem verður tekin af korti kaupanda. 
Ef einhver mistök hafa orðið við bókun er nauðsynlegt að hafa strax samband við Sæferðir: seatours@seatours.is og fá þau leiðrétt.

Ef að einhverjum ástæðum Sæferðir geta ekki staðið við það sem kaupandinn bókaði þá verða þeir að endurgreiða miðann að fullu eða bjóða upp á ferð á öðrum tíma. Sæferðir munu einnig skuldbinda sig til þess að leggja sig alla fram í að hafa samband við kaupanda til þess að láta vita af öllum breytingum sem gætu orðið. Kaupandinn gerir sér grein fyrir því að í sumum tilfellum er ekki hægt að hafa samband við þá og þess vegna er gert upp um málin á staðnum þegar kúnnar mæta og þá reynt að finna fullnægjandi lausn fyrir báða aðila.

Kvartanir
Ef kaupendur hafa einhverjar kvartanir varðandi þjónustu Sæferða er mjög mikilvægt að
 koma þeim til skila. Einnig þurfa starfsmenn Sæferða að fá tækifæri til úrbóta. Ef ekki er 
 unnið úr þessum kvörtunum af hálfu Sæferða ætti kaupandinn að hafa samband við
 Íslensku Ferðamálastofuna (info@icetourist.is).


Almennir skilmálar

Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilum við okkur rétt að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Vinsamlegast athugið að verð getur breyst án fyrirvara. Öll verð fyrir ferðir með Særúnu eru gefin upp með virðisaukaskatt. Ekki er lagður virðisaukaskattur á samgöngur og því eru verðin í ferjuna Baldur án virðisaukaskatts. 

Sæferðir
Kt: 512299-2459
Smiðjustígur 3
340 Stykkishólmur
433-2255
seatours@seatours.is
Vsk nr. 64647