Inspired by Iceland
Ath:  Attn:  Achtung: 
Athugið nánari upplýsingar um Akranes siglingar vinsamlegast sjá undir Akranes-Rvk siglingar
Ath:  Attn:  Achtung: 
Use module title to set up the message.
Ath:  Attn:  Achtung: 
Use module title to set up the message.

ÆvintýrasiglingIN 

Ath. styttri útgáfan er ekki í boði yfir vetrartíman -  en endilega skoðið VikingSushi Ævintýrasigling sem er í boði allt árið

 

FUGLA – OG NÁTTÚRUSKOÐUN Á BREIÐAFIRÐI

Í þessari vinsælustu ferð okkar er siglt um eyjarnar óteljandi á Breiðafirði og sögur sagðar af sögulegum slóðum en byggð hefur verið í eyjunum frá landnámsöld. Í siglingunni er sagt frá þjóðsögum og ævintýrum af víkingum úr norðri, skelfilegum skessum og hafmeyjum úr djúpinu, frá dularfullum bergmyndunum og ríkulegu fuglalífi.

Á sumrin iðar svæðið nefnilega af fuglalífi og þá má meðal annars sjá toppskarfa, lunda, ritu, kríu, fýl, æðarkollu og stundum jafnvel haförninn, konung íslenskra fugla. Að lokum er ógleymanlegt þegar skeldýr líkt og hörpuskel, ígulker, krabbar, krossfiskar, sæbjúgu og margt annað er dregið um borð af botni sjávar og tækifæri gefst til að smakka á þessu ferska sjávarfangi.

Sumt af þessu má borða beint upp úr sjónum eins og hörpuskel og ígulker en boðið er upp á viðeigandi sósur – soja, wasabi og engifer. Allir krakkar fá jafnframt Ævintýrakortið sem sýnir merkustu staðina á leiðinni. Sannkölluð ævintýraferð fyrir alla fjölskylduna!

Ferðin tekur 1 tíma og 20 mínutur.

Loading...

 

Myndagallerý