Inspired by Iceland
Ath:  Attn:  Achtung: 
Athugið nánari upplýsingar um Akranes siglingar vinsamlegast sjá undir Akranes-Rvk siglingar
Ath:  Attn:  Achtung: 
Use module title to set up the message.
Ath:  Attn:  Achtung: 
Use module title to set up the message.

Stykkishólmur

Snæfellsnes

stykkisholmurVesturland Stykkishólmur er oft kallaður höfuðstaður Snæfellsness. Bærinn stendur á innanverðu Snæfellsnesi, yst á Þórsnesi. Byggðin stendur á klettaborgum með flóasundum á milli. Þarna eru þrír aðalklettahryggir, sem liggja frá norðaustri til suðvesturs, Ytrihöfði, Höfði og Steinólfshóll.

Bærinn ber nafn sitt af klettahólmanum Stykki, sem er nú undir aðalbryggjunni. Höfnin er góð frá náttúrunnar hendi, þar sem Súgandisey, sem er tengd landi með hafnargarði, liggur þvert fyrir landi og ver hana fyrir norðanáttinni.

Fransiskussystur reistu sér klaustur, skóla, prentsmiðju og kirkju í Stykkishólmi árið 1936. Þær byggðu síðan spítala þar af miklum stórhug og er hann starfræktur enn í dag. Amtbókasafnið var stofnað árið 1847 og árið 1960 var byggt hús yfir það á Þinghúshöfða.

Frá Stykkishólmi eru ógleymanlegar skoðunarferðir milli hinna fjölmörgu eyja Breiðafjarðar. Almennt má segja að ferðaþjónusta í Stykkishólmi sé mjög fjölbreytt og er þar m.a. boðið upp á veiði á sjó, í vötnum og ám.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 174 km um Hvalfjarðargöng og Vatnaleið.

Með því að smella HÉR má finna opnunartíma fyrir veturinn 2012-2013 á ýmisskonar verslun og þjónustu í Stykkishólmi.

Myndagallerý