Inspired by Iceland
Ath:  Attn:  Achtung: 
Athugið nánari upplýsingar um Akranes siglingar vinsamlegast sjá undir Akranes-Rvk siglingar
Ath:  Attn:  Achtung: 
Use module title to set up the message.
Ath:  Attn:  Achtung: 
Use module title to set up the message.

FJÁRSJÓÐURINN Flatey

Náttúruperla á Íslandi

Flatey er ein af náttúruperlum landsins og byggðin þar alveg einstök. Á eyjunni búa í dag 5 einstaklingar allt árið um kring en á sumrin bætast við ferðamenn og eigendur sumarhúsa sem margir hverjir eiga ættir sýnar að rekja til Flateyjar. Húsin í þorpinu hafa verið gerð upp í hinum litskrúðuga stíl sem þekktur var fyrir um það bil 100 árum síðan.

Mikið er lagt upp úr að halda í upprunalega mynd þorpsins. Margt er að sjá fyrir ferðamenn en þar má meðal annars nefna einstaka náttúru, fjölskrúðugt fuglalíf, kyrrðina, gömlu bókhlöðuna, söguslóðir, gamla þorpið og kirkjuna með málverkum Baltasars.

Litlir landkönnuðir fá jafnframt afhent spennandi fjársjóðskort og geta lagt upp í spennandi leiðangur um eyjuna og leitað að fjársjóðinum í Flatey. Leggðu upp í leiðangur og uppgötvaðu „Fjársjóðinn Flatey“ – frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Hér má sjá ferðir Baldurs í Flatey á vetraráætlun.

Hér má sjá ferðir Baldurs á sumaráætlun.

 

 
Áætlun 1. júní til 31. ágúst 2016
Frá Stykkishólmi Daglega 9:00 og 15:45
Frá Flatey (til Stykkishólms) Daglega 13:15 og 20:00

 
AUÐVELT AÐGENGI - FERJAN BALDUR

Á sumrin siglir ferjan Baldur daglega tvær ferðir yfir Breiðafjörðinn frá Stykkishólmi til Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Það er því hægt að skreppa út í eyju í nokkra klukkutíma, heilan dag eða jafnvel nýta sér eitthvað af gistimöguleikunum og njóta eyjunnar í lengri tíma. Fyrir þá sem ferðast með bíl, er mögulegt að senda bílinn á undan sér yfir fjörðinn á meðan stoppað er í Flatey. Þetta er mjög hentugur kostur fyrir þá sem eru t.d. að ferðast yfir á Vestfirði en vilja stoppa á leiðinni og njóta eyjarinnar um stund.

AFSLÆTTIR Í FLATEY

Sumarið 2016 er boðið upp á frábæra fjölskylduafslætti með ferjunni Baldri út í Flatey.

  • Börn 0-15 ára fá frítt (í fylgd með foreldrum).
  • Unglingar 16-20 ára fá helmingsafslátt (í fylgd með foreldrum).

Einnig er hægt að kaupa t.d. 20 eininga kort sem veita 25% afslátt af verðskrá Baldurs. Sjá nánar um þau í verðskrá

 

Myndagallerý