Inspired by Iceland
Ath:  Attn:  Achtung: 
Athugið nánari upplýsingar um Akranes siglingar vinsamlegast sjá undir Akranes-Rvk siglingar
Ath:  Attn:  Achtung: 
Use module title to set up the message.
Ath:  Attn:  Achtung: 
Use module title to set up the message.

Ferð til Flateyjar

Náttúruperla á Íslandi

LeidsogukortFlatey er ein af náttúruperlum landsins og þekkt fyrir sitt einstaka tímaleysi. Á eyjunni búa í dag 5einstaklingar allt árið um kring, en á sumrin bætast við ferðamenn og eigendur sumarhúsa sem margir hverjir eiga ættir sýnar að rekja til Flateyjar.

Þegar rölt er um eyjuna er eins og maður sé komin um 100 ár aftur í tímann. Húsin í gamla þorpinu hafa verið gerð upp í hinum litskrúðuga gamla stíl og augljóst að mikið er lagt upp úr að halda í upprunalegu mynd þorpsins.

Fyrir ferðamenn er margt að sjá og skoða í eyjunni; einstaka náttúru, fjölskrúðugt fuglalíf, kirkjuna með málverkum Baltasars, kyrrðina, tímaleysið, gömlu bókhlöðuna, söguslóðir og gamla þorpið. Ef hungrið sækir að er hægt að gæða sér á ljúffengum kræsingum í veitingasal Hótel Flatey eða taka með sér nesti og fara í ævintýralega lautarferð með fjölskyldunni.