Inspired by Iceland
Ath:  Attn:  Achtung: 
Athugið nánari upplýsingar um Akranes siglingar vinsamlegast sjá undir Akranes-Rvk siglingar
Ath:  Attn:  Achtung: 
Use module title to set up the message.
Ath:  Attn:  Achtung: 
Use module title to set up the message.

Glæsilegar veisluferðir


Sæferðir í Stykkishólmi bjóða upp á glæsilegar veisluferðir
Langar þig að koma fjölskyldu, vinum eða starfsfélögum þínum á óvart?

Sæferðir í Stykkishólmi bjóða upp á glæsilegar veisluferðir um borð í skipum okkar þar sem aðbúnaður og aðstaða farþega er eins og best verður á kosið. Þar eru salir fyrir allt að 100 farþega, þar sem allir geta setið við borð ásamt góðri útiaðstöðu.
Ferðirnar eru tilvaldar í tengslum við ýmiskonar viðburði, t.d. afmæli, brúðkaup, fermingar, vor- og haustferðir starfsmannafélaga, hvataferðir og bekkjamót.

Hlaðborð:

  • Bayonskinka
  • Lambakjöt
  • Fiskipaté (2 tegundir)
  • Hreindýrapaté
  • Reyktur lax
  • Grafinn lax
  • Hörpuskel salat
  • Ferskt salat
  • Síld (2 tegundir)
  • Brauð

Verð á mann: 12.470,- kr.

Veisluferð Sæferða - ferðalýsing

Ferðin byrjar eins og hin vinsæla Ævintýrasigling Sæferða, þar sem er sigldur er hringur um suðureyjar Breiðafjarðar. Fuglalíf og ýmis náttúrufyrirbrigði skoðuð. Skelfiskur veiddur og snæddur beint úr hafinu ásamt ígulkerahrognum. Á heimleiðinni er boðið upp á glæsilegt hlaðborð og óborganlegt útsýni.

Hópar eða einstaklingar?

Veisluferðirnar eru settar upp fyrir hópa að lágmarki 30 manns. Hóparnir velja hvort þeir vilja hafa ferðirnar "opnar" eða "lokaðar" og fer verðið eftir því hvort er valið.

Einstaklingar geta svo bókað sig inn í "opnar" ferðir sem eru í boði - hafið samband við skrifstofuna til að kanna hvenær veisluferðirnar eru í boði.

Sérferðir - aðrar útfærslur á ferðum Sæferða

Athugið að hægt er að sníða ferðirnar að þörfum hvers hóps, m.a.með tilliti til matseðils. Hér má einnig sjá tillögur að sérferðum fyrir hópa. Hafið samband og við skipuleggjum draumaferðina fyrir hópinn þinn

 

Myndagallerý